OPIÐ Mán – Fim FRÁ 8:30 – 17:00 / Fös frá 8:00 -16:00

  517-8000

SilentDesign – hljóðgleypni og endurómun

Hljóðgleypni og endurómun

Bergmál er fyrirbæri þar sem hljóðbylgjur í rými haldast heyranlegar jafnvel eftir að upprunalega hljóðgjafanum hefur verið hætt. Þetta þýðir að hljóðið heyrist ítrekað þar sem það leggst sjálft ofan á sig.

Hljóðgleypni er aftur á móti hæfileiki efna eða yfirborðs til að gleypa hljóðbylgjur í stað þess að endurvarpa þeim.

Með mismunandi uppsetningarmöguleikum má ná fram ólíkum stigum af hljóðvistarbótum í rýmum.

1. Án SilentDesign hljóðvistarplatna

Þegar hljóðbylgjur lenda á hörðu yfirborði endurkastast þær beint og með sömu styrkleika. Þetta getur haft neikvæð áhrif á hljóðvist rýmisins og leitt til óþægilegra hljóðskilyrða.

2. SilentDesign hljóðvistarplötur – skrúfaðar beint á vegg

SilentDesign hljóðplötur eru með snjalla uppbyggingu sem stuðlar að dreifingu og tvístrun hljóðbylgna. Þetta þýðir að þegar hljóðbylgjur lenda á SilentDesign plötunum brotna þær niður í smærri hljóðbylgjur. Niðurstaðan er betri hljóðvist í rýminu (hljóðgleypniflokkur D).

3. SilentDesign hljóðvistarplötur á undirgrind

Uppsetning SilentDesign hljóðplatna á rimlagrind með 60 mm eða 100 mm þykkt skilar verulega betri árangri. Með þessari aðferð er hægt að ná hljóðgleypniflokki B eða C.

4. SilentDesign hljóðvistarplötur á undirgrind með einangrun

Mesti árangurinn fæst þegar steinull er lögð á milli rimlagrindarinnar. Þetta veitir hámarksstjórnun á hljóðvist rýmisins og dregur úr bergmáli, sem leiðir til hljóðgleypniflokks A.
Nánari upplýsingar um uppsetningu má finna í uppsetningarleiðbeiningum hér