OPIÐ Mán – Fim FRÁ 8:30 – 17:00 / Fös frá 8:00 -16:00

  517-8000

Hreinsiefni fyrir lökkuð viðargólf áfyllingarbrúsi

Vörunúmer: WM740119011 Flokkur: Merkimiði:

3.637 kr.4.801 kr.

Bona Wood Floor Cleaner – Hagkvæmar áfyllingar

Bona Wood Floor Cleaner í hagkvæmum áfyllingum er hentug bæði fyrir Bona Wood Floor Cleaner úðaflöskur og áfyllanlegar flöskur fyrir Bona spreymoppur. Bona Wood Floor Cleaner þornar hratt og skilur ekki eftir leifar á gólfefninu. Hraðþornandi pH-hlutlaus lausn sem hreinsar viðargólf á mildan og áhrifaríkan hátt, fjarlægir ryk, óhreinindi og skít og endurvekur náttúrulegan gljáa og fegurð gólfsins.  Í óháðum rannsóknarstofuprófum kom Bona betur út en 11 aðrir gólfhreinsar að fjarlægja heimilisóhreinindi.

  • Vatnsuppleysanleg hreinsiformúla
  • Þornar hratt og skilur ekki eftir sig leifar
  • Hagkvæm áfylling sparar peninga
  • pH-gildi: Um það bil 7 (hlutlaust)
  • Notkunartól: Bona örtrefja hreinsiklútur
  • Öryggi: Varan er ekki flokkuð samkvæmt Evrópureglugerð (EC) 1272/2008 og breytingum hennar.
  • Geymsluþol: 3 ár frá framleiðsludegi í óopnuðu upprunalegu íláti
  • Geymsla/flutningur: Hitastig má ekki fara undir +5°C eða yfir +30°C meðan á geymslu og flutningi stendur.
  • Förgun: Tóm ílát má endurvinna sem harðan plastúrgang.
  • Stærð: 4 lítrar og 2,5 lítrar
  • Vottun: GREENGUARD Gold

 

Athugið:
Bona Wood Floor Cleaner má nota á olíuborin viðargólf. Hins vegar, eins og við öll regluleg þrif/skúringar á olíuborinu viðargólfi, mun verndin og útlit gólfsins smám saman minnka með tímanum. Við mælum með því að meðhöndla olíuborin gólf með viðhaldsolíu þegar gólfið byrjar að virðast dauflegt eða slitið.